kennslu- og ítarefni með leiksýningunni Stúlkan Sem stÖðvaði heiminn
10 fingur- myndrænt leikhús Um leikhópinn 10 fingur 10 fingur og samvinna: Myndband-viðtöl við meðlimi leikhópsins um verkið og samvinnuleikhús Samvinnuleikhúsog umræðupunktar Um 'Focusing' Að "tékka sig inn"- æfing Efniviðurinn plast: Myndband- viðtöl við listræna strjórnendur um leikmynd og efnivið sýningarinnar Umræðupunktar Pure North Recycling og endurvinnsla plasts á íslandi Hugmyndir að verkefnum í tengslum við sýninguna: Plastlausnir- hugmyndasmiðja um sniðugar úrlausnir gegn plastvanda Tilraun - lava lampi Tónlistin: Myndband- viðtal við hljóðhönnuð sýningarinnar Verkefni sem hentar í tónlistarkennslu Gagnlegir tenglar um nýtingu á notuðu plasti
Notkunarleiðbeiningar: Fræðslubók þessi er gerð fyrir leiðbeinendur, kennara og forráðamenn barna sem hafa séð sýninguna “Stúlkan sem stöðvaði heiminn” eftir leikhópinn 10 fingur. Fræðslan og verkefnin henta börnum á aldrinum 8-12 ára. Í bókinni skyggnumst við á bakvið tjöldin, inn í ferli leikhópsins og fræðumst þar um hvernig plastið varð fyrir valinu sem efniviður í leikmynd, hljóðmynd og hugmyndavinnu. Í bókinni má finna ýmis spennandi verkefni sem hægt er að nýta í kennslu í grunnskólum og jafnvel heimavið. Einnig er að finna gagnlega tengla á ítarefni tengt sýningunni og plastnotkun. Með verkefnunum eru viðtöl við meðlimi 10 fingra sem nota má sem ítarefni og inngang áður en verkefnin eru leyst.
Innihald
LEIKHÚSIÐ 10 FINGUR hefur starfað í tæp 30 ár og hefur aðallega beint sjónum sínum að ungum áhorfendum. Leikhúsið hefur verið í stöðugri þróun og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar bæði hérlendis og erlendis. 10 fingur hafa í æ ríkara mæli sérhæft sig í listsköpun sem stendur á mörkum leikhúss og myndlistar. Sýningin LÍFIÐ - stórskemmtilegt drullumallhlaut hlaut tvær Grímur sem besta barnasýningin og Sproti ársins 2015. SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN hlaut Grímuna sem besta barnasýningin 2012 LEIKHÚSIÐ 10 FINGUR var stofnað af Helgu Arnalds sem er listrænn stjórnandi þess. Helga er myndlistamaður, hönnuður og brúðuleikari. Hún lærði brúðuleikhús í Instituto del Teatro í Barcelona og myndlist í Listaháskóla Íslands og hönnun við Århus Designskole. Hún hlaut íslensku Bjartsýnisverðlaunin árið 2012 og IBBY verðlaunin 1996 fyrir störf sín i þágu barnamenningar.
10 FINGUR myndrænt leikhús
Myndleikhús er leikhús sem leikið er á myndmáli. 10 FINGUR, með Helgu í farabroddi, hefur þróað ákveðna aðferð sem byggir á því að spinna með efni í rými. Sagan eða innihaldið í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni. Þessi spuna aðferð fókuserar á að láta hin ýmsu efni lifna við á sviði en 10 FINGUR leggja áherslu á að blanda saman hinu hefðbundna leikara leikhúsi og aðferðum brúðuleikhússins.
10 fingur og samvinna
Umræðuspurningar: Hvað finnst þér um sýninguna Stúlkuna sem stöðvaði heiminn? Var sýningin öðruvísi en aðrar leiksýningar sem þú hefur farið á? Hvað þótti þér flottast við sýninguna? Hvaða hlutverk innan leikhópsins finnst þér mest spennandi? Leikstjórn, aðstoðarleikstjórn, leikur, sviðsmyndahönnun, tónlist eða tæknistjórnun.
Samsköpunarleikhús Í samvinnuleikhúsi er sviðverkið byggt upp á samvinnu allra þeirra sem vinna að sýningunni og verður verkið til í ferlinu. Það ferli er ólíkt því sem þekkist gjarnan í barnasýningum þar sem verkið er unnið beint úr handriti skrifuðu af handritahöfundi áður en vinnan fer af stað og svo stýrir leikstjórinn leikurum, sviðsmyndahönnuðum og búningahönnuðum út frá handritinu. Í samvinnuleikhúsi verður verkið til í samvinnu og því ferlið spennandi og ófyrirsjáanlegt. Útkoman er það verk sem verður til í samvinnunni þar sem hugmyndir og sérþekking allra vinnur saman að mótun verksins.
Viðtal við leikhópinn um ferlið og samsköpun
Fókusing
Fókusing aðferðin byggir á aðferðarfræði heimspekingsins Eugene Gendlin. Fókusing er ákveðin leið til að leyfa líkama okkar að leiða okkur inní dýpri skynjun og sjálfsþekkingu. Þegar unnið er með fókusing aðferðina er athygli beint að líkamanum og það skoðað á meðvitaðan hátt hvernig við skynjum upplifanir líkamlega. Þessi aðferð hjálpar okkur að staldra við í augnablikinu og skapa þannig rými fyrir nýja og óvænta möguleika. Það hjálpar okkur að beina opinni athygli að einhverju sem við skynjum og upplifum í líkamanum en er ekki komið í orð. Líkaminn veit meira um aðstæður en við erum meðvituð um. Til dæmis tekur líkaminn eftir miklu fleiri atriðum um manneskju sem við hittum en við tökum eftir meðvitað. Með smá þjálfun getum við fengið líkamlega tilfinningu fyrir þessu „meira“ sem er að gerast í aðstæðunum. Þetta hefur hjálpað okkur að skapa eitthvað sem kemur jafnvel okkur sjálfum á óvart. Fókusing er líka víða notað í kennslu og vinnu með börnum. Það getur hjálpað börnum að skilja og tjá tilfinningar sínar á fjölbreyttari hátt og hjálpar börnum að skynja betur hver þau eru og eflir sjálfstraust þeirra. Þegar börn ná tökum á þessari aðferð tekst þeim oft betur að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna um tilfinningar sínar og skynja betur undirliggjandi þarfir. Með fókusing aðferðinni geta börn oft tekist betur á við áhrif umheimsins og styrkt sambandið við sinn innri áttavita. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér fókusing geta fundið meiri upplýsingar hér: https://focusing.org/felt-sense/what-focusingog https://focusing.org/felt-sense/children-and-focusing
Aðferðin: Hver og einn “tékkar sig inn” en áður en innritunin hefst er ákveðið í hvaða formi innritunin er: Innritun í fyrirfram ákveðnu myndmáli, t.d veður eða dýr. Dæmi: “Ég tékka mig inn í tímann í dag sem haglél.” Innritun um hvað maður er þakklátur fyrir. Dæmi: “Í dag er ég sérstaklega þakklát fyrir fjölskylduna mína og hvað hún reynist mér vel” Innritun um væntingar til tímans. Dæmi “Ég tékka mig inn í þennan tíma og er spennt að gera nýjar tilraunir” Með innritun skynjar hópurinn betur eigin líðan og hinna sem kemur vel þegar samvera og samvinna eiga að eiga sér stað. Í lok tíma er “Chek-out”, þar sem hver og einn stimplar sig út eftir tímann. Þá deilir hver og einn þeirri tilfinningu eða því sem stóð upp úr fyrir þeim í tíma dagsins.
Að 'tékka' sig inn -æfing
Að “tékka sig inn” er þekkt leið fyrir hópa til að hefja fundi eða samvinnu. 10 Fingur hefja allar æfimgar á að tékka sig inn. Hver þátttakandi - einn og einn í einu - deilir því með hvaða hugarfari hann eða hún mæta til leiks áður en samtalið um vinnuna hefst. Þegar allir geta fjarlægt persónulegar áhyggjur eða hvað sem það er sem fyllir hugann er auðveldara að einbeita sér að vinnunni. Hugarfars innritun (Mindset Check in) snýst um stöðu huga þíns en ekki stöðu verkefnisins. Að “innrita sig” eykur á sjálfs meðvitund og færir hópnum skýrleika um það hvar allir eru staddir persónulega. Það minnir þátttakendur á mikilvægi þess að vinna saman.
Efniviðurinn plast
Umræðuspurningar: Hvað verður um plast sem er hent í ruslið? Er auðvelt að endurvinna plast á íslandi? Hvernig er hægt að nýta plastið sem við notum betur? Eru einhverjir góðir eiginleikar sem plast hefur? en vondir? Hvað tekur langan tíma fyrir plastpoka að protna niður í náttúrinni?
Viðtal við leikhópinn um plastið sem skapandi efnivið ofl.
Pure North Recycling Megin efniviður sviðsmyndarinnar í leikritinu Stúlkan sem stöðvaði heiminn er baggaplast fengið frá endurvinnslustöðinni Pure North Recycling sem er staðsett í Hveragerði. Pure North er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu en auk þess er endurvinnsluferlið sjálfbærara en þekkist á heimsvísu þar sem jarðvarminn er nýttur við endurvinnsluferlið. áhugavert ítarefni tengt plasti og umhverfisvernd á íslandi: Gámafélagið býður upp á ýmiskonar fræðsluefni tengt flokkun á plasti og öðrum efnum. Árið 2019 hófst samstarf á milli gámafélagsins og ungs plast-endurvinnslufyrirtækis Plastplan sem vinnur með nýjar leiðir til að skapa og hanna nýja hluti úr plastinu sem er búið að nota. Á heimasíðu Plastplan er hægt að nálgast áhugaverð mundbönd og fræðslu um starfsemina.
Plastlausnir Hugmyndasmiðja um sniðugar úrlausnir gegn plastvanda
“Framleiðsla á plasti hefur 200-faldast síðan árið 1950 og við erum alltaf að nota plastið styttra og styttra. Plast endist ótrúlega lengi en við erum oft að nota það bara í nokkrar mínútur. Með aukinni framleiðslu og styttri líftíma er meira og meira af plasti að enda í náttúrunni og hafa neikvæð áhrif á lífríki.” - Saman gegn sóun
Efniviður: Alls konar notað plast, mjúkt og hart Blöð og skriffæri Framkvæmd: Nemendum er skipt niður í hópa, 3-4 saman Hverjum hópi er úthlutað ákveðinni tegund af notuðu plasti ( t.d. jógúrtdollur, plastpokar, matarbakkar, plastflöskur, einnota hnífapör o.s.frv). Nemendur vinna svo saman að lausnum á því hvernig væri hægt að endurnýta plastið sem þau fengu til þess að gefa þeim nýtt líf eins og leikhópurinn gerði í Stúlkunni sem stöðvaði heiminn og koma þannig í veg fyrir plastmengun. Nemendur skrifa niður allar hugmyndir sem koma upp í huga þeirra um hvernig væri hægt að nýta plastið, hugmyndirnar mega vera allskonar og ekki endilega raunhæfar. Síðan velja nemendur þá hugmynd sem hópnum líst best á og kynna fyrir bekknum í lok tímans.
Tilraun
Hægt er að gera skemmtilegar tilraunir með vatn, olíu og matarlit eins og varpað var upp á plastið í sýningunni. Hér er ein skemmtileg tilraun af heimagerðum hraunlampa (lava-lamp) sem minnir á tilraunina sem sást í verkinu. Efniviður: Glas, vatn, matarolía, matarlitur, freyðitafla eða matasódi Framkvæmd: -Fylltu rúmt hálft glasið af olíu -Helltu rúmlegu botnfylli af vatni og fylgdust með hvernig það sest á botninn, undir olíuna -Taktu fram matalitin og leyfðu 7-10 dropum að falla í glasið og fylgstu með -Prófaðu næst að bæta freyðitöflunni við (eða matarsóda) og njóttu afraskturins Umræðupunktar: -Hvað gerist? Af hverju fer vatnið á botninn á glasinu? -Af hverju freyða freyðitöflur? -Hvað var áhugaverðast við tilraunina? En skemmtilegast? -Heppnaðist tilraunin? Ef eitthvað fór úrskeiðis hvað mætti breyta til að betrumbæta tilraunina? -
Verkefni sem hentar í tónlistarkennslu: Efniviður: Notað plast, mjúkt og hart. Þau tæki og tól sem eru til staðar á heimilinu eða í tónmenntastofu, t.d míkrófónar, Framkvæmd: Hver nemandi velur sér einn plasthlut og prufar ólíkar nálganir með þau hljóð sem hægt er að gera með hlutinn. Einnig geta þeir nemendur sem völdu eins hluti unnið saman í hóp og rannsakað saman hljóðeiginleika efniviðarins. “Trommu”hringur. Kennari byrjar á að slá púlsinn og nemendur bætast við koll af kolli með þau hljóð sem þau hafa prufað áfram með plast slagverkið og hljóðfærin sín. Einnig er hægt er að prufa verkefni sem tónmenntakennari hefur gert áður með slagverkshljóðfæri og takt þar sem nemendur nota plast í staðin. Verkefnið gefur nemendum ný kynni á plastinu og eiginleikum þess sem geta nýst í áframhaldandi skapandi vinnu. Ef kennari er vanur forritum eins og “Garageband” er plastið tilvalin efniviður til að gera nýjar tilraunir með hljóðheim. Þá er einnig hægt að leika myndrænt með skjávarpa og leggja á hann ólíkt plast, jafnvel ílát með vatni og leika með sjónrænar varpanir í takt við hljóðheiminn.
Valgeir, Helga
Tónlistin
-Nils Völker-listamaður sem vinnur með að búa til list úr plastrusli -Plastplan, samstarfsverkefni á bakvið tjöldin -Maðurinn sem á heima á eyju sem flýtur á plastflöskum (á ensku) -Myndlist úr plasti (á ensku) -Kids against plastic- heimasíða með gagnlegum upplýsingum og myndböndum og lausnum um plastsóun
Gagnlegir og áhugaverðir tenglar